aðal sportið í gærkveldi var að smakka á grænum Chilipipar…
þeir áttu nú að teljast til borðskrauts en yngra fólkið við borðið tók upp á því að mana hvert annað í Chilipipars áti… öhhh mér fannst eiginlega nóg að hafa smakkað Jalapeno í Texas þannig að ég hafði takmarkaðan áhuga á þessu… leifði hinum að njóta “góða” bragðsins af þessu…
jújú fyrstu bitarnir voru í lagi.. brögðuðust víst eins og “dáldið bragðsterk” papríka… svo eftir því sem fólkið beit lengra þá nálguðust fræjin
þvílíku svipbrigðin og lætin í fólkinu *hahah* þau höfðu þó vit á því að fá sér frekar mjólkursopa en vatn.
Robbi ákvað að skilja eftir sterkasta endann af sínum Chili (hann borðaði nú samt mest af sínum Chili *jeijfyrirRobba*). Leifur var e-ð að stríða mér þannig að það endaði með því að ég ullaði (eins og mér einni er lagið) þá tók hann þann enda og stakk á tunguna mína og nuddaði. Vá hvað það var vont svona eftir á! Ég samt náði að halda aftur af mér en dofnaði alveg upp í tungunni & hluta af efrivörinni… Mér fannst sem Leifur trúði mér ekki að þetta væri vont þannig að hann fékk áskorun um að leifa mér að gera slíkt hið sama við hann *híhí* hann brást við með því að hlaupa fram í ísskáp og ná í mjólk (sem ég nýtti mér auðvitað til þess að laga mína tungu).
Merkilegt hvað við stelpurnar náðum að halda aftur af okkur *heh* Eva var sú eina af stelpunum sem borðaði Chili og náði að halda aftur af sér, sást aðeins litamunur í andlitinu á henni og virkaði eins og hún táraðist. Robbi & Gunnar aftur á móti tóku þessu ekki alveg jafn vel eftir sína bita
æj þetta var bara fyndið