gærdagurinn var erfiður, alveg ótrúlega erfiður…
Ég fór semsagt ásamt nokkrum af æskuvinunum að kveðja Gumma Kalla, það var skrítið að sjá svona marga af gömlu skólafélögunum þarna.. Ekki misskilja mig mér þótti gaman að sjá þá alla bara leiðinlegar aðstæður til þess að hitta á gaurana.
Athöfnin var rosalega falleg og einhvernvegin vissi ég það alveg eftir að hafa heyrt Ellen & KK synga “When I think of Angels” á mánudagskvöldið að það yrði flutt við útförina og hafði ég rétt fyrir mér nema að í þetta sinn var það Páll Rónsinkranz. Neskirkjan var vægt til orða tekið full, hún var stút full og fullt af fólki sem stóð þar sem engin sæti voru eftir. Mér þótti vænt um það að sjá hve margir mættu til að kveðja drenginn… get varla hugsað út í það hvað það hefur gert fyrir fjölskylduna og nánari vini.
Áður en ég fór af stað með Lilju í kirkjuna þá sagði mamma mér fréttir sem öngruðu mig alveg rosalega og urðu því til þess að ég var ekki alveg með hugann á réttum stað við athöfnina… eða jú hann var alveg á réttum stað, hann var hjá Afa.
Sem betur fer voru þær áhyggjur meiri en til þurfti, ég fór ásamt mömmu & Hjördísi frænku upp á akranes beint eftir athöfnina og var voðalega gott að fá að sjá það með eigin augum að Afa leið vel. Læknarnir vilja samt hafa hann inni í einhverja daga, hann fær í fyrstalagi að fara heim á morgun (ólíklegt samt).
Þegar ég var að leggja af stað heim höfðu stelpurnar (Lilja, Sirrý & Eva Hlín) samband við mig. Þær ætluðu að hittast heima hjá Liljunni eftir “smá stund”. Ég var nú á báðum áttum hvort ég ætti að fara enda frekar döpur og þreytt. Ákvað svo að drífa mig bara, stoppa bara stutt… láta sjá mig. Stutt var þetta nú ekki því að ég rölti heim rétt fyrir 2!
Æj þetta var voðalega notalegt og náðum við að tala alveg heilan helling saman og slúðra, uppfæra sögur og svo auðvitað spjalla dáldið við Hérastubb litla :o) sem heiðraði okkur með nærveru sinni og hellings helling af fallegum brosum :o) maður bráðnar alveg þegar maður sér svona lítil kríli brosa.
Niðurtaðan er eiginlega sú að ég er rosalega fegin að hafa farið yfir á Lágholtsveginn, þetta lyfti mér alveg rosalega upp og hressti mig við…
verst er að í dag þá er ég grútmyggluð og hægvirk.