Við fengum vinahóp í Pálínubrönsh í morgun – mikið kjaftað mikið borðað.
Fólk kom með ýmislegt á borðið, brauð, salöt, osta, pestó og við ákváðum að henda í Ommilettubollakökur og beikon.
Krakkarnir þekkjast misvel enda hittast þau óreglulega. Planið er að reyna að ná svona hittingum nokkuð reglulega yfir árið. Vonandi með útilegu í byrjun júlí líkt og síðasta sumar 🙂
Þessi vinahópur hefur verið nokkuð aktívur undanfarin 9 ár eða svo og af 6 “gömlum” vinum eru 5 þeirra komnir með börn og hefur hópurinn farið ört stækkandi með hverju árinu enda börnin orðin 11 🙂
Gaman að þessu.