Jólin 2014 gaf Leifur mér svona Fitbit One skrefamæli og hef ég lúmskt gaman af því að fylgjast með skrefum og hæðafjölda hvers dags (sérstaklega þegar vinnan var að flytja um daginn -VÁ hvað það leyndi á sér-).
Hef samviskusamlega borið þennan mæli frá því 26.des 2014 allt til 23.desember 2015 með örfáum dögum undanskildum (þar sem hann gleymdist). Ástæðan fyrir því að ég hef ekki notað hann frá 23.des til 4.janúar er sú að mér tókst að týna hleðslusnúrunni minni og ég grét það vel og lengi (eða alveg frá því að ég uppgötvaði að hún væri horfin og þar til one-inn varð batteríslaus þann 23.des) þannig að ég pantaði mér nýja snúru! sem endaði reyndar á því að kosta hátt í helminginn af nýjum one (sem ég reyndar myndi ekki kaupa mér í dag en hann er frábært byrjunartæki – myndi pottþétt fara í fitbit hr armband :p). þar sem jólin trufluðu sendinguna þá fékk ég nýju snúruna í dag – loksins! og þvílíkur umbúðakassi utanum eina litla snúru *haha*
pottþétt hægt að koma 200 snúrum í þennan kassa ;-p
En ég hef tekið gleði mína á ný! á morgun mun ég mæta á ný í heim fitbitsins *jeij*
Samantekt tæps árs:
1852558 skref
5446 hæðir
tæplega 1300km