var bara yndislegur :o)
Ég og Leifur byrjuðum daginn á því að fara niður á Austurvöll snemma morguns, hef aldrei farið þangað á þessum tíma. Aðal málið var reyndar að komast til þess að sjá Skátana standa heiðursvörð enda BoggiRobb þar í lykilhlutverkum ;o)
Við komum aftur í bæjinn rétt fyrir 2 og náðum að sjá skrúðgönguna með Skátunum í forgrunni marsera niður Laugarveginn.
mæltum okkur mót við Iðunni ofurskvís og röltum um miðbæjinn vel vopnuð myndavélum og fengu ófáir að verða fyrir barðinu á þeim (við vorum með 4stk takk fyrir… ég eina, Leifur eina og Iðunn TVÆR!!!!)
Þetta var alveg ógurlega ljúft enda vorum við bara að rölta þarna um í rólegheitunum og sýna okkur og sjá aðra :o)
Tíminn leið alveg rosalega hratt og fyrr en varði var kl orðin rúmlega 11 og við áttuðum okkur á því að við værum kannski orðin eilítið þreytt..
Takk fyrir frábæran dag Leifur & Iðunn :o)