Síðasti dagur ársins runnninn upp og því er við hæfi að vnda að líta um öxl og sjá hvað við höfum fengist við á árinu sem senn er liðið.
Janúar hófst með sprengingum í Álfheimunum með foreldrum Leifs, Sigurborgu, Tobba og Ingibjörgu. Rútínan fór fljótlega af stað hjá öllum með skóla, leikskóla, dagmömmu, sundæfingum, fótbolta, brennó og vinnu.
Leifur keypti þónokkurt magn af klæðningu og öðru timbri og fluttum við það upp á loft oo fundum okkur sem rosa kraftakarlar að bera allt þetta upp á loft.
Um miðjan mánuðinn kvaddi Sigurborg lang/amma þennan heim og hélt til fundar við Víking sinn. Hún fékk fallega athöfn í Fella og Hólakirkju og héldum við fjölskyldan svo vestur í Stykkishólm til að jarðsetja hana stuttu síðar. Krakkarnir teikuðu fallegar myndir sem við settum með í kistuna til Sigurborgar og þau hafa talað mikið um hana, rifjað upp allskonar minningar sem er virkilega skemmtilegt að fylgjast með.
Oliver tók sér heila viku í veikindi í lok mánaðarins.
Sigurborg og Ingibjörg flugu heim til Danmerkur stuttu eftir jarðaförina en Tobbi hafði farið nokkru áður.
Skúli afi er afmælisbarn mánaðarins.
Febrúar byrjaði með veikindum Dagnýjar og Sigurborgar Ástu en þær tóku við af Oliver. Svo hressandi að við fullorðnafólkið misstum af árshátíð í vinnunar hennar Dagnýjar.
Vinaheimsóknir hjá Ásu Júlíu og gistingar í Kambaselinu og Hólmvaðinu þar sem frumburðir hvors heimilis skiptust á að gista hjá hvor öðrum.
Á Öskudag héldu að heiman 1stk Steve (Minecraft karakter), prinsessa og kisulóra. Prinsessa og Steve fóru svo seinnipartinn á milli húsa hérna í Seljahverfinu og sníktu nammi.
Vetrarfríið í skólanum hjá Oliver og danssýning í leikskólanum hjá Ásu Júlíu.
Oliver fór á sundmót – innanfélagsmót hjá Ægi í Laugardalslauginni.
Hrafn Ingi & Tobbi eru afmælisbörn mánaðarins.
Mars var undirlagður af krosssaumi hjá Dagnýju enda ætlaði hún sér að gera eitt stykki jólatrésdúk sem hún hafði keypt fyrir alltof mörgum árum síðan en ekki haft sig í að byrja… planið var að tileinka öll þriðjudagskvöld næsu vikur og mánuði í að sauma í dúkinn en það gekk nokkuð vel framan af… (ath dúkurinn var ekki undir tréinu jólin 2015).
Oliver fór með Hrafni Inga og ömmu og afa á Eldbarnið í Möguleikhúsinu. Miklar pælingar í kjölfarið.
Astrid Lindgren var tekin fyrir í þemavikunni hjá 1-3 bekk Seljaskóla og var foreldrum boðið í kaffi í lok vikunnar þar sem allir áttu að koma með eitthvað á hlaðborð, Oliver var reyndar á því að það yrði að vera „sænskt“ og því skelltum við í eina Silvíuköku.
Leifur, Oliver og Ása Júlía kíktu á opið hús hjá Slökkviliðinu þegar þeir opnuðu nýja stöð í Mosó. Krakkarnir fengu að máta hjálma og fikta í ýmsum tækjum og tólum. Ekki þótti Ásu Júlíu heldur leiðinlegt að rekast á Nataíu Rún frænku þar.
Skelltum okkur í afmæli til Rebekku Rúnar og í fermingu til Anítu Rúnar.
Afmælisbörn mánaðarins voru Maggi afi, Ingibjörg frækna og Rebekka Rún.
Apríl hófst í dymbilvikunni og líkt og undanfarin ár hefur Leifur tekið þátt í undirbúningi og framkvæmd páskaeggjaleitarinnar í Laugardalnum hjá hverfafélagi Sjálfstæðisflokksins í gamla hvefinu okkar í samstarfi við hverfafélögin við Laugardalinn. Auðvitað mættum við þangað að leita að eggjum á Skírdag, en ekki hvað! Einnig hittum við Gunnar og strákana, Jökul, Ingu Láru og Sigurlagu, Magga, Elsu, Óskar Leó og Rebekku Rún og fleiri. Sigurborg Ásta var ekki alveg á því að valsa þarna um og leita að eggjum.
Ásu Júlíu fannst það algjört svindl að komast ekki í afmæli til Sigurborgar frænku á föstudeginum langa þannig að úr varð að við skelltum í köku og skáluðum í mjólk Sigurborgu til heiðurs.
Við skelltum okkur í aðra leit á laugardeginum i Elliðárdalnum og þá gat Leifur verið með okkur en ekki í neinum undirbúningi.
Á páskadag var súkkulaðiveisla í Álfheimunum í hádeginu og endað í mat í Birtingaholtinu um kvöldið. Við gerðum heiðarlega tilraun til að viðra okkur á milli átveislna í fjörunni úti við Gróttu en þar var annsi hvasst og kalt þannig að við entumst ekki lengi en náðum hinsvegar nokkrum skemmtilegum myndum af krökkunum.
Oliver og Ása Júlía tóku forskot á sæluna og skelltu sér út að hjóla sem vildi ekki betur en svo að Ása Júlía missi stjórn á hjólinu sínu og steyptist fram fyrir sig. Sem betur fer var hjálmurinn á sínum stað en þrátt fyrir hann fékk hún risakúlu á ennið en við viljum eiginlega ekki hugsa út í það hvað hefði getað gerst ef hjálmurinn hefði ekki verið á sínum stað.
Dagný skellti sér í vinsmökkun með samstarfsfólkinu þar sem þau kynntu sér nokkrar tegundir af rauðvíni.
Ása Júlía söng ásamt krökkunum í skólahóp á Barnamenningarhátíð í Hörpunni. Virkilega vel heppnað og skemmtilegt hjá þeim. Hún stóð sig vel þrátt fyrir að stutt hafi verið liðið frá hjólaslysinu og kúlan blómstrandi. Við fengum að sjá myndband af krökkunum þegar þau voru að æfa eitt af lögunum sem þau tóku og þar var það greinilegt að hávaðinn fór ekki vel í dömuna.
Á sumardaginn fyrsta tók Oliver þátt í Hlynsmótinu í fótbolta. Þar sem foreldrarnir í 7flokki sjá um að halda það mót þá var Dagný sett í að baka skinkuhorn og endaði hún með því að baka 4falda uppskrift.
Ása Júlía og Inga amma skelltu sér saman á sýningu um Dimmalimm í Hörpunni. Ása tók ófá sporin í framhaldi af þeirri sýningu.
Hin árlega Lappaveisla hjá Jónínu og Vífli í Borgarnesi! Mikið hlegið, mismikið borðað en mikið gaman að vanda.
Lefur gaf Dagnýju fyrirfram afmælisgjöf! Nýtt hjól, vonandi getum við þá nýtt sumarið í hjólatúra.
Sigurborg og Arnar Gauti voru afmælisbörn mánaðarins.
Maí byrjaði á stigamóti í sundi hjá Oliver sem stóð sig mjög vel og var fyrstur í mark í báðum greinum. Hann viðhélt þeim árangri í Landsbankamótinu í Keflavík.
Í millitíðinni hélt hann þó upp á 8 ára afmælið sitt með mörgum góðum gestum og minecraft köku líkt og hann hafði óskað sér.
Ferðafélag barnanna var með fjölskyldugöngu í Búrfellsgjá og ákváðum við að slást í för með þeim. Krökkunnum fannst þetta bara gaman og við öll ánægð með ferðina. Ása og Oliver tóku ástfóstri við Brynhildi og Róbert sem voru umsjónarmenn gögunnar.
Systkinin tóku bæði þátt í fótboltamóti aðra helgina í maí. Oliver á laugardeginum og Ása Júlía á sunnudeginum. Dóri þjálfari hafði samband við okkur á laugardagskvöldinu og óskaði eftir því að fá Ásu lánaða upp í 7flokk til þess að fylla upp í lið sem var auðfengið. Þar sem við foreldrarnir höfðum skellt okkur í óvissuferð með vinnunni hans Leifs tók Skúli afi það að sér að fara með Oliver. En Dagný fylgdi Ásu á sunnudeginum.
Óvissuferðin var ansi skemmtileg, við byrjuðum á því að keyra austur að Skógarfossi og gengu sumir upp að fossinum og þvínæst var farið í Byggðarsafnið að Skógum. Mjög svo fróðlegt og flott safn, erum búin að ákveða að kíkja þangað við tækifæri með krakkana. Næsta stopp var Landeyjahöfn þar sem við skelltum okkur um borð í Herjólf og silgdum yfir til Eyja. Þar skoðuðum við Eldheima sem er gosminjasafn í Eyjum, borðuðum dásamlegan mat hjá Einsa Kalda og röltum aðeins um eyjuna.
Ása Júlía útskrifaðist af Austurborg með viðhöfn.
Dagný hitti æskuvinkonurnar og skellti sér með þeim á reunion Hagskælinga. Mikil gleði, sögur og minningar fóru á flug.
Leifur og krakkarnir fóru með Ingu & Skúla í Ossabæ yfir hvítasunnuhelgina. Gunnar og strákarnir voru þar líka en Dagný var veik heima og Eva þurfti að vinna. Krakkarnir nutu sín öll saman í sveitinni og brölluðu ýmislegt saman.
Ása Júlía mætti í vorskólann í Seljaskóla ásamt Ástu Margréti vinkonu sinni.
Í lok mánaðarins komu Sigurborg, Tobbi og Ingibjörg til landsins án þess að segja neinum frá því! Meðal annars til þess að fagna afmæli Ingu mömmu/ömmu.
Við náðum að stela Ingibjörgu einn dagspart og skelltum okkur austur á Hellu að fylgjast með beljunum hleypt út í fyrsta sinn þetta vorið. Krakkarnir skemmtu sér konungega og fengu m.a. að halda á litlum lömbum og að smakka ábrysti og nautatungu matreidda á ýmsa vegu. Mjög líklegt að við endurtökum þessa ferð að ári enda mjög gaman.
Afmælisbörn mánaðarins voru Inga amma og auðvitað Oliver.
Júní byrjaði með stórafmæli Jóhönnu mömmu/ömmu en hún var nú ekki alveg á því að blása það neitt út. Við ásamt Magga skelltum saman í iPad hanada frúnni og hefur hún tekið hann fullkomlega í sátt og sækir hratt í sig veðrið á Facebook sem og veraldarvafri.
Við skelltum okkur í bíltúr að Kleifarvatniá afmælisdegi Leifs þar sem við grilluðum pylsur og nutum þess að vera saman.
Fjölskyldan skellti sér saman í hjólatúr, í fyrsta sinn sem við getum öll 5 farið saman. Í þessari ferð áttuðum við okkur á því að hjólið hennar Ásu væri orðið alltof lítið og nauðsynlegt að redda nýju fyrir hana sem við gerðum örlítið síðar í mánuðiinum. Við mæðgur fengum því báðar nýtt hjól í fyrirfram afmælisgjafir.
Besti vinur Olivers, Sölvi nágranni, átti afmæli þann 16.júní en hélt upp á það helgina áður og það sama gerði Fjóla Margrét þeirra Óla & Guðrúnar, við fórum því tvískipt í afmæli.
Oliver og Ása Júlía héldu fast í hefðir 17 júní, Ása í fyrsta sinn þó. En þau keyrðu með Garðari frænda og Magga afa í Krúserkeyrslunni niður Laugarveginn.
Oliver fór í Útilífsskóla Árbúa með Hrafni Inga í 2 vikur. Þar var ýmislegt brallað og enduðu þeir á því að fara í útilegu ásamt öðrum útilífsskólum á Höfuðborgarsvæðinu.
Helgina 19-21 júní var Norðurálsmótið í fótbolta haldið á Akranesi og auðvitað fórum við fjölskyldan þangað. Mættum reyndar að kvöldi þess 18 til þess að koma okkur vel fyrir á tjaldstæðinu en Leifur brunaði aftur til Rvk á föstudeginum til að vinna. Strákuum gekk ágætlega á mótinu en Oliver mætti mörgum áskorunum þessa helgi, þær helstu voru að spila marga leiki alla dagana og gista án okkar í skóla með liðsfélögunum.
Við vorum svo heppin að Oliver spilaði alla leiki laugardagsins fyrri hluta dags þannig að við drifum okkur öll til Rvk og mættum í 3 ára afmæli Birkis Loga.
Þegar mótið var búið á sunnudeginum kíktum við í heimsókn á Vesturgötuna til þeirra Liv og Kela þar sem krakkarnir smygluðu sér í heitapottinn og á trampolínið í steikjandi hita og glampandi sól.
Í beinu framhaldi af útilegunni hjá Oliver og Hrafni Inga fór Oliver með Gunnari & Evu í sumarbústað yfir helgina. Það fannst þeim frændum ekki leiðinlegt.
Dagný og krakkarnir drifu sig á leiksýninguna hjá Leikhópnum Lottu í Hlégarði við mikla gleði Ásu Júlíu.
Ásta frænka og Linda komu til Íslands og voru hér í mánuð.
Sigurborg Ásta kvaddi Hildi dagmömmu í lok mánaðarins og er því ekki lengur dagmömmubarn heldur verðandi leikskólastelpa.
Afmælisbörnin voru: Jóhanna amma, Leifur, Linda frænka, Sölvi, og Birkir Logi!
Júlí var pottétt hjólamánuðurinn mikli. Mæðginin voru búin að fara í nokkra hjólatúra eftir mat í júní en engin þeirra átti roð í HJÓLATÚRINN sem þau byrjuðu mánuðinn á. Þau hjóluðu nefnilega tæplega 30km hring um Reykjavík þann 1.júlí.
Fyrstu helgina í júlí skelltum við okkur í útilegu í Húsafell ásamt gamla vinahópnum hans Leifs. Við ásamt Iðunni, Sverri og börnum og Þorvaldi mættum á föstudeginum og tókum frá pláss fyrir hópinn en upp ur hádegi bættust Maggi, Elsa og börn og Óli, Guðrún Helga og dætur. Þetta var virkilega skemmtilegt og gaman að geta gert eitthvað nýtt öll saman, vonandi verður þetta að hefð héðan í frá, a.m.k. munum við reyna að halda í þetta.
Ásu fannst greinilega ekki nóg um að hafa flogið á hausinn á hjólinu sínu í apríl því hún bætti um betur og datt á stóra steininn hérna úti á palli og fékk ansi myndarlegan skurð á hökuna sem endaði með ferð á slysó þaðan sem barnið kom 7 sporum ríkari. Hún kom öllum starfsmönnum á slysó á óvart með hugrekki þar sem hún grét ekki einu tári á meðan sárið var deyft og saumað. Ótrúlegt þetta barn!
Ása Júlía kvaddi Austurborg þegar sumarfríið byrjaði. Við höfum þó ekki sagt alveg skilið við Austurborg þar sem Sigurborg Ásta mun mæta á Putaland um miðjan ágúst.
Leifur tók sumarfríið í ár með börnunum þar sem Dagný þurfti að vinna og fékk ekki frí fyrr en í ágúst. Við fengum Ossabæ lánaðan í viku en Dagný gat verið með frá föstudegi til mánudagsmorguns. Við brölluðum ýmsilegt þessa helgi og Leifur og krakkarnir dagana þar á eftir. Ekki skemmdi að Maggi & fjölskylda voru í bústað í næsta nágrenni þannig að krakkarnir voru heilmikið saman.
Afmælisbarn mánaðarins var Ásta frænka.
Við skelltum okkur í 3ju útilegu sumarsins í byrjun Ágúst.. eða m.ö.o. um Verzlunarmannahelgina. Þjórsárdalur var áfangastaðurinn þar sem við eyddum 3 nóttum í kósíheitum með smá bíltúrum að Gullfossi, Geysi og picknick í Haukadalsskógi.
Oliver og Leifur mættu á Arionbankamót í fótbolta og stóð fótboltagaurinn sig með prýði. Á meðan drifu stelpurnar sig í afmæli til Natalíu Rúnar frænku.
Skyndiákvörðun mánaðarins var að skella sér á tónleika með Queen Extrvagansa í Hörpunni þann 15.ágúst. Því sáum við enganvegin eftir.
Afmæli Ásu Júlíu var haldið með pompi og prakt á sjálfan afmælisdaginn. Þar sem þema sumarsins hjá Ásu var búið að vera „úti að hjóla“ kom ekkert annað til greina en að útbúa köku þar sem skrautið var stelpa og hjólið hennar 😉
Sigurborg Ásta byrjaði á Austurborg stuttu eftir afmæli Ásu Júlíu og unir sér þar mjög vel. Hún er enn frekar feimin þegar allir krakkarnir eru á staðnum en þegar hópanir eru minni er hún alveg í essinu sínu. Við sjáum heilmiklar framfarir hjá henni, sérstaklega hvað varðar söng (eða fjölda laga).
Hrafn Ingi og Arnar Gauti fengu að gista hjá Oliver stuttu áður en skólinn byrjaði á nýjan leik og voru þeir alveg í essinu sínu hérna.
Ása Júlía hóf nám í Seljaskóla – loksins! Þar er hún í tæplega 70 barna bekk með Ástu Margréti vinkonu sinni af Austurborg. Þær eru 4 kennararnir sem sjá um bekkinn ásamt stuðningi.
Bekkurinn hans Olivers hefur líka stækkað og í haust bættist 3ji kennarinn í hópinn hjá honum.
Við hjónakornin fögnuðum 3 ára brúðkaupsafmælinu okkar.
Í lok mánaðarins fórum við ásamt Ingu & Skúla og Gunnari og strákunum í dagsferð í Hólminn. Notaleg ferð þar sem krakkarnir nutu sín í könnunarleiðangri í Skógræktinni. Einnig fórum við upp í Súgandisey og kíktum að sjálfsögðu á Tangann þar sem afi lék sér sem strákur. Krabbatýnsla í Maðkavíkinni var líka spennandi. Við stoppuðum í stutta stund í kirkjugarðinum þar sem við vitjuðum leiðis Sigurborgar langömmu og Víkings langafa.
Leifur, Dagný & Oliver fögnuðu 70 ára afmæli Steingríms frænda í heilmiklu partýi í sal Samfylkingarinnar í Kópavoginum. Oliver var svo heppinn að fá boð líka og naut dekursins með Arnari Gauta frænda enda voru þeir yngstir á svæðinu.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að kíkja í berjamó en urðum frá að hverfa vegna kulda. Sigurborg Ásta greyjið varð stjörf og Dagný flúði með hana inn í bíl. Það sorglega var að þarna var meira en nóg af berjum! Oliver og Hrafn Ingi náðu amk að fylla 1l box á þessum stutta tíma.
Afmælisbörn mánaðarins munu vera Dagný, Ása Júlía og Natalía Rún.
September mætti á svæðið með sinni yndislegu rútínu! Oliver fékk nýja þjálfara bæði í sundinu og í fótboltanum og höfum við tekið eftir þónokkrum framförum í boltnum.
Dagný og stelpurnar kíktu í 5 ára afmæli Ísaks Hrafns oog Oliver skellti sér á uppskeruhátíð í fótboltanum á meðan.
Ása Júlía byrjaði í dansi í dansskóla Jóns Péturs og Köru.
Leifur hélt áfram sínu starfi í sjórn hverfisfélagsins hjá Sjálfstæðisflokknum sem og í Verði. Hann tók sig einnig á og var duglegur á loftinu.
Dagný tók við 2 nýjum hlutverkum í vinnunni, annað stærra en hitt þó og langt útfyrir hennar þægindarramma, sérstaklega með yfirvofandi kjarabaráttu síðar á árinu – Trúnaðarmaður samstarfskvennana hjá SFR.
Óhætt er að segja að mánuðurinn hafi verið annsi erfiður tilfinningalega þar sem slæmar fréttir virtust mæta mjög reglulega fyrstu vikurnar. Í byrjun mánaðarins lést Einar pabbi Evu Mjallar mjög skyndilega og fylgdum við honum síðustu sporin um miðjan mánuðinn í yndislegri athöfn á vegum siðmenntar – óhætt að segja að hún hafi verið alveg í hans stíl. Við fengum einnig að vita að Inga mamma/amma hefði fundið breytingar á öðru brjóstinu sem eftir rannsóknir kom í ljós að væru illkynja og fór hún í aðgerð rétt undir mánaðarmótin. Sem betur fer virðist hún hafa tekist vel og ekki þörf á frekari meðferð nema hormónameðferð næstu árin.
Ásta Margrét vinkona Ásu Júlíu hélt upp á 6 ára afmælið sitt þar sem Ása mætti auðvitað.
Við hjúin ákváðum að skella okkur á námskeið hjá Heilsugæslunni fyrir foreldra barna með ADHD en Ása Júlía fékk forgreiningu í vor. Áhugavert námskeið sem gaf okkur ýmis verkfæri til að aðstoða hana í framtíðinni og jafnframt viðurkenning á mörgum af þeim aðferðum sem við höfum verið að nota á hana að eigin frumkvæði.
Haustferð Hnits var farin á Snæfellsnesið í ár þar sem við heimsóttum m.a. Vatnshelli í úrhellis rigningu og roki. Endastaðurinn var Stykkishólmur þar sem við borðuðum saman og áttum notalega stund og gistum á Hótel Stykkishólmi.
Eva Mjöll og vinkonur fengu Ásu Júlíu lánaða í myndatöku fyrir bók sem þær eru að vinna í. Margar fallegar myndir sem komu út úr því og við hlökkum til að sjá heildaútkomuna þegar bókin kemur út.
Afmælisbörn mánaðarins voru Ásta Margrét, Eva Mjöll, Ísak Hrafn og Brynhildur Daðína.
Október byrjaði á útkeyrslu á WC pappír eftir ágætis sölu hjá Oliver fyrir fótboltann.
Við mættum í afmælisveislu Brynhildar Daðínu sem varð 7 ára í lok september.
Dagný tók upp á því að fara í verkfall í nokkra daga enda hennar starfsstöð „bara“ í skæruverkfalli en ekki allsherjar… sem betur fer varði verkfall SFR ekki lengi og ekki kom til annarrar hrinu í skærum.
Strax í ágúst þegar skóladagatalið var gefið út pantaði Dagný bústað í vetrarfríinu og áttum við þar yndislegan tíma í kuldanum. Potturinn var vel nýttur, kósíkvöld á hverju kvöldi og Oliver masteraði Matador.
Keppnisskapið var vel fóðrað í lok mánaðarins þar sem Oliver tók þátt í sundmóti í Sundhöllinni & í fótboltamóti í Keflavík.
Nóvember byrjaði á skólabekk hjá Leifi þar sem hann fór á námskeið vegna löggildingar mannvirkjahönnuða sem hann kláraði með stæl í prófi um miðjan mánuðinn.
Hafrún frænka og Óskar giftu sig 14.nóvember í fallegri athöfn í Garðakirkju og héldu svaka partý í framhaldinu í Garðsholti.
Sigurborg Ásta bauð í 2 ára afmæli á afmælisdagin sinn og var í skýjunum með bleiku Mínu kökuna sína.
Dagný fór líka á námskeið í nóvember tengt vinnunni en þó ekki jafn stórt um sig og Leifs. Námskeið fyrir nýja Trúnaðarmenn hjá SFR. Kom sér virkilega vel og maður lærði ýmislegt á þessum tíma varðandi kjaramál (þó svo að nýji samingurinn hafi enn verið með blautu bleki).
Æskuvinkonur Dagnýjar skelltu sér í jólabrönsh á Vox þar sem vel var tekið til matarins og mikið hlegið, spjallað og auðvitað borðað. Á sama tíma mættu Leifur og krakkarnir í skírn hjá Jóel Fannari Magnússyni og 7 ára afmæli Óskars Leós stórabróður hans.
Við eignuðumst lítinn frænda, Kristján Berg Víkingsson, son Víkngs frænda Leifs og Arnbjargar frænku Dagnýjar. Hann fékk fallega nafnið sitt á milli jóla og nýárs.
Jólahlaðborð vinnunar hennar Dagnýjar var fyrstu helgina í aðventu og nutum við þar dásamlegs félagsskapar, leikja, fagurra tóna frá nýjustu makaviðbótinni (maður nýjasta samstarfsaðilans) og auðvitað góðs matar.
Fyrsta dag aðventu var nóg að gera. Ása Júlía tók þátt í danssýningu danskennarafélags íslands ásamt hópnum sínum úr dansskólanum. Oliver og Leifur skelltu sér á fótboltamót í Hveragerði og svo lukum við deginum á því að heilsa upp á Hauk yfirmann Leifs í árlegu jólaboði þeirra hjóna.
Afmælisbörn mánaðarins voru Gunnar & frk Sigurborg Ásta.
Desember byrjaði að vanda með afmæli Sigmars Kára í Norðlingaholtinu.
Jólahlaðborð vinnunnar hans Leifs var fyrsta laugardag desembermánaðar og í ár skelltum við okkur í Bláa Lónið, sumir bókstaflega.
Vinnan hennar Dagnýjar flutti loksins heim á Seltjarnarnesið aftur. Hellings vinna sem er enn ekki alveg lokið en styttist óðum í að við sjáum fyrir endan á því. Eftir rúmlega ársdvöld á Landakoti eru það merkilega blendnar tilfinningar að fara heim á ný. Viss söknuður af öryggisvörðunum af Kotinu en ekki alveg hægt að segja að við söknum húsnæðisins sjálfs.
Ása Júlía bauð Sigmari Kára, Oliver og Sigurborgu Ástu með sér á jólaball dansskólans, þar sýndu nemendurnir dansa sem þau hafa verið að dansa í haust.
Sigurborg og Ingibjörg komu til Íslands fyrri part mánaðarins og fengum við þær mæðgur ásamt Ingu ömmu, Sigmari Kára og Birki Loga í piparkökumálun einn seinnipartinn.
Tangagötujólaboðið var haldið óvenju snemma í ár eða um miðjan mánuðinn og í framhaldinu var laufabrauðið skorið í fyrsta sinn hér í Kambaselinu.
Oliver tók þátt í jólamóti Ægis og stóð sig vel að vanda.
Dagný skellti sér í Borgarnes með foreldrum sínum til að fagna 50 ára afmæli Vífils frænda, mikil gleði þar við völd. Stuttu áður en þau héldu af stað kom óvenjulegur gestur til krakkanna. En Oliver og Ása höfðu bæði fengið frændsystkini í næturgistingu (Hrafn Inga & Ingibjörgu). Askasleikir mætti á svæðið og tók smá syrpu hér í stofunni við mikla gleði barnanna 5. Hann skildi hérna eftir nýjan jóladisk sem hefur verið mikið spilaður síðustu daga.
Aðfangadagur rann upp og við áttum notalegt kvöld hér heima með foreldrum Dagnýjar. Krakkarnir virtust eiga endalaust af pökkum undir tréinu svo mikið var pakkaflóðið.
Jóladagur var í Álfheimunum með hangikjöti og tilheyrandi. Yngri kakkarir tóku bingó og þau stóru fóru í fullorðinsspil… Oliver og Hrafn Ingi tóku nokkrar umferðir af Gaur við ömmu og afa á meðan yngri krakkarnir léku sér.
Lefur, Oliver og Ása Júlía skelltu sér á snjóþotu í hádeginu á annan í jólum með Gunnari og strákunum, Sigurborgu, Tobba og Ingibjörgu hérna í skíðabrekkunni. Matur í Birtingaholtinu um kvöldið.
Sigurborg Ásta veiktist að kvöldi jóladags og endaði með því að Dagný fór með hana til læknis á sunnudegium eftir jól. Vildi læknirinn senda hana upp á barnaspítala í frekari rannsóknir sem leiddu í ljós að daman var með þvagfærasýkingu með tilheyrandi óþægindum og hita.
Þetta sama sunnudagskvöld fór Lefur á spilakvöld vinafólks Ingu og Skúla sem endaði óvenju snemma en hann var kominn heim um 1 leitið… oftar en ekki hefur þetta spilakvöld dregist fram undir morgun.
Sigurborg, Tobbi og Ingibjörg flugu heim til Danmerkur milli jóla og nýárs.
Hið árlega jólaball ÍSOR var einnig milli jóla og nýárs og auðvitað mættu krakkarnir þangað og hittu þar 2 jólasveina og dönsuðu í kringum jólatréið.
Í kvöld er planið að kveðja árið sem er senn á enda í Álfheimunum með ættingjunum (bæði í persónu og líklegast á skype með dönunum okkar) fagna því nýja og sprengja nokkra flugelda í leiðinni.
Takk fyrir allar þær minningar sem við höfum skapað saman á árinu sem er að líða og vonandi verða þær enn fleiri á komandi ári þær eru það dýrmætasta sem við eigum.
Flottur pistill. Við erum ekki enn búin að skrifa okkar, en við vorum léleg að blogga í ár eftir að hafa fært bloggið á nýjan stað.