það byrjar með einföldum eggjahvítum og sykri í skál en töfrast síðan yfir í sælgæti í ofninum…
Í þetta sinn varð það áramótadesertinn í formi mini Pavlova og bragðaðist alveg dásamlega vel með ferskum jarðaberjum, ástaraldin, súkkulaði og auðvitað rjóma…
Við tókum að okkur að sjá um desertinn fyrir áramótin heima hjá Tengdó í ár. Leifur vildi alls ekki sleppa ísnum þannig að hann sá um að græja og gera
Tangagötuísinn og svo útbjó ég þessar litlu krúttsprengjur með.
Mikið sem þetta var nú gott… Ég þarf að standa mig betur í að henda svona dásemdum yfir á uppskriftabloggið. Það er bara eitthvað sem heitir tími sem ég hef ekki alveg nóg af *dæs* verð samt að gera það því annars gleymast svona dásemdir!