var að flakka um netið og leita að mynd af yfirmanninum þar sem hann á víst afmæli :o)
allavegana ég veit að hann er starfandi ráðgjafi fyrir hlaup.is. Ég rakst á eftirfarandi tilkynningu á forsíðunni hjá þeim
14.6.2004
Minningarhlaup v. Guðmundar Karls Gíslasonar í dag 14. júní
Í dag mánudaginn, 14. júní kl 18.00, munu félagar Guðmundar Karls safnast saman við Gljúfrastein í Mosfellsdal. Þaðan verður farið á nokkrum bílum að slysstað við veginn að Skálafelli. Þar verður þögul stund en að því loknu verður horft fram á við og hlaupið að Gljúfrasteini, sem er um það bil 7 km.
Mér þykir þetta alveg rosalega virðingavert og yndislegt að svona skuli vera gert. Vinur minn var einnig að segja mér að það sé uppi mynd af Gumma Kalla í Eldsmiðjunni. Það finnst mér frábært.