Ég er orðin nokkuð vanaföst þegar kemur að aðventukransinum… vef hann með greni og skreyti með klassískum sveppum, kúlum og könglum.
Einstaka sinnum fær eitthvað nýtt að fljóta með … Leifi finnst snjóboltakertin ómissandi þannig að þau eru á sínum stað…
Þetta er bæði klassískt og fellur vel inn í annað hjá okkur.. sbr jólatréið er “stíllaust” eða bara með okkar stíl þar sem við kjósum að hafa gamaldags skraut í bland við nýtt. Lítið tréskraut og eins fáar plastkúlur og við komumst upp með – erum smásaman að safna okkur fallegum gamaldags helst handmáluðum kúlum.