Ég átti svolítið erfitt með að springa ekki úr hlátri þegar ég sá nýjasta útspilið hjá Rvk borg í dag… Við höfum nefnilega verið með 1 bláa tunnu og 1 græna tunnu (sem er tæmd sjaldnar en sú gráa venjulega) en þeir eru að breyta fyrirkomulaginu hjá sér og í stað grænu tunnunnar fengum við þessa ferlega krúttlegu MÍNÍ tunnu!
Verð samt að viðurkenna að ég á ekki von á því að ég þurfi svona risa græna tunnu fyrir plast … eins og þeir setja upp tunnufyrirkomulagið í dag. Fínt að hafa stóra pappírstunnu enda óhemju mikið af pappír sem safnast saman á heimilinu en ég held að svona mini tunna væri nóg fyrir plast hjá okkur (amk miðað við stöðuna í dag).