Stundum fær maður bara “þörf” á að gera minni og einfaldari verkefni sem taka styttri tíma. Ég er akkúrat í þannig fílíng núna enda með lopapeysu, peysu á Sigurborgu (úr fínu garni), sjal, peysu á mig og eflaust eitthvað fleira ofaní poka 🙂
Ákvað að skella í eina góða húfu á Sigurborgu. Hún er með köðlum, þykk og hlý og kallast I heart Cables. Ég prjónaði eins húfur á strákana hennar Evu vinkonu þegar hún átti Bjarka Fannar 🙂
Ég kláraði seinna bandið í gær en Sigurborg Ásta var ekki alveg á því að láta mynda sig með húfuna þannig að myndir koma síðar… eða bara inn á Ravelry.
Garnið var Handprjon.is Worsted merino úr Handprjón prjónar nr 4mm og 4,5mm og ég notaði 1 dokku án dúsks í stærð “toddler” og er hún vel stór á litlu píslina mína. Hér má sjá verkefnið á Ravelry ég mun bæta við myndum þar inn við tækifæri.