Það rættist aldeilis úr helginni :o)
Reyndar þá var spáð svo hörmulegu veðri að það voru margfallt færri í ár en í fyrra, mér er reyndar alveg sama því að mér ofbauð unglingaskarinn og drykkjulætin í fyrra… djö er ég orðin gömul!
Við vorum komin vestur rétt um 9 leitið á föstudagskvöldinu og sátum í smástund hjá Afa og Hjördísi frænku og spjölluðum. Kíktum svo niður á Bryggju á Bryggjuball með Róberti og Félögum sem er einhver Færeysk hljómsveit, ég get ekki annað gert en hlegið að þeim því að þeir tóku sér alveg 5 mín pásu milli laga til að ákveða hvaða lag ætti að spila næst, bara fyndið.
Kíktum líka í Sjávarsafnið en þar vorur 2 trúbbar að spila, annsi nett og flott hjá þeim, héldu allavegana meiri stemmara þar inni en Róbert og Félagar gerðu á Bryggjunni.
Ég sá ótrúlega fáa af ættingjum mínum þarna niðrá bryggju, frétti af fleirum. Hitti nefnilega bara Jón móðurbróðir og Kolbrúnu konuna hans :o) nei ég er að plata, ég hitti nokkra fleiri sem ég kannast við og eru víst skyld mér einhverstaðar þarna lengst aftur á bak (a) en þekki voða lítið bara nóg til þess að segja “hæ”. Við ákváðum að vera ekkert alltof lengi þarna þar sem ég var ekki upp á mitt besta í fætinum og tókum rúnt um tjaldstæðin… ekki neinn rosalegur fjöldi en samt slatti af tjöldum, mest þó við heimahús.
Laugardagurinn var alveg ógurlega RokRíkur og skemmtilegur, við ákváðum að rúlla út á fótboltavöll og ath hvort við gætum ekki stutt Svíkinga þar sem frændur mínir spila með Svíkingum vildum við frekar styðja þá en Víkingana *haha* á nú samt pottþétt frændur í Víkingunum líka but só what :o)
Við stoppuðum reyndar stutt þar sem það var úrhellis rigning, rúntuðum aðeins um bæjinn og ætluðum að kíkja á mótorkrosskeppni sem átti að vera þarna á Breiðinni en þegar við komum skv dagskrártíma var enginn á staðnum, gæti velverið að þeir hafi hætt við vegna veðurs… who cares ;o)
Kíktum svo heim til Afa aftur þá voru Hafrún & Kiddi mætt, heh, þau eyddu nóttinni í tjaldi og vöknuðu við það að tjaldið var ofaníandlitunum á þeim… Hafrún greyjið ætlaði aldrei að ná í sig hita, prufaði alla þessar helstu leiðir, heit sturta, kakó og kúr undir flísteppi… gekk voðalega hægt eitthvað hjá henni að hlýja sér, sumir vildu reyndar frekar meina að daman væri bara einfaldlega þunn *hintKiddihint*
Ákváðum svo að kíkja niðrá Markað og sjá hvort það væri e-ð sniðugt. Auðvitað var hellings helling af sniðugu dóti til sölu, m.a. Skerpukjöt! Einnig var hægt að fá þarna gefins rosalega flott kort af Snæfellsnesinu og auðvitað er ég stoltur eigandi slíks korts. Þar eru alveg rosalega margar upplýsingar um nesið m.a. fullt af gönguleiðum alveg upp á jökul og út um allt hraun.
Um kvöldið var svo ball niðrí bæ og þar safnaðist fólk saman smátt og smátt, enda nóg um að vera þarna :o) stærra ball í félagsheimilinu síðar um kvöldið (sem ég vildi ekkert vera að fara á þar sem ég var ekki að leita eftir þannig djammi). Þetta kvöld var það reyndar Klakabandið sem var að spila og voru alveg frábærir.
Sunnudagurinn var heimferðardagur, nýttum hann reyndar í að fara upp í fjárhús að skoða, langt síðan ég hef komið þangað og hálf brá mér við að sjá hversu mikið karlarnir sem eru komnir í þetta með afa hafa breytt básunum, m.a. búnir að taka hlöðuna alveg undir aðra bása… reyndar fellur það líka undir bása fyrir ær sem eru búnar að bera eða að fara að bera. Samt gaman að minningunum sem söfnuðust saman við það að koma þarna inn.
Kíktum líka á nýja húsið sem Eir og foreldrar eru að kaupa :o) Þetta verður ekkert smá flott hjá þeim þegar allt er tilbúið.
Við vorum óvenjulengi á leiðinni heim enda tókum við okkur til og gerðumst ekta túristar þar sem við vorum búin að eignast svona svakalega fínt kort af Snæfellsnesinu :o)
Fórum m.a. alla leið út á Öndverðanes og stoppuðum í Djúpalóni til þess að skoða brakið þar. Þetta var bara gaman og nutum við þess að vera bara 2 ein í heiminum með kríunum *haha*
Helgin var í heildsinni alveg frábær þar sem Afi var hress og gaman að spjalla við hann, ég hitti slatta af ættingjum sem ég hitti alltof sjaldan.. fékk fullt af æskuminningum beint í æð flestar tengdar Jónsdætrum og svo frv.
Takk fyrir mig Ólafsvík!