Það er frekar skrítið að vera í “verkfalli” ég segi verkfalli því ég þarf að vinna þar sem ég flokkast sem undanþágustarfsmaður. Að sitja fyrir framan fólk í 3ja sinn á árinu og neita fólki um þjónustu.. Þetta er ömurlegt svo ég segi ekki meira en það…
Ég fór ásamt einni í vinnunni niður í bæ í morgun fyrir framan stjórnarráðið ásamt sjúkraliðum, lögreglumönnum og öðrum SFR liðum til að vera sýnileg þegar ríkisstjórnin mætti til fundar.. Skelltum okkur svo í kaffi upp á Grettisgötu þar sem ég píndi hana til að mæta í verkfallsvörslu 😊 ég átti nefnilega að mæta kl 12 uppá Landakotsspítala annars hefði ég farið í hennar stað.