Það eru svo margir prjónarar í kringum mig sem hafa verið að mæra Stephen West, sérstaklega eftir að hann birti sjalið Explora station fyrir ca ári síðan. Þegar ein í leyniprjónshópnum mínum á Facebook benti á að hann væri að fara í gang með nýtt MKAL þá eiginlega gat ég ekki ekki verið með og útkoman varð dásamlegt sjal sem kallast The Doodler.
Hann mælti með Hedgehog fibers garni sem fæst t.d. í Handprjón í Hafnarfirði og keypti ég þar 2 liti frá Hedgehog og bætti við dökkum Madelinetosh 🙂
Ég er mjög svo sátt við litavalið þarna, finnst þetta alger snilld!
Er eiginlega alveg kolfallin fyrir þessum gyllta sem heitir “Pollen”.
Hér eru nokkrar myndir úr ferlinu 🙂
Ég er rosalega ánægð með útkomuna á sjalinu og er búin að nota það mikið síðan ég kláraði það. Gaf mér alltof seint tíma í að taka myndir af því tilbúnu og strekktu enda var ég farin að fá kvartanir frá vinkonu minni sem var að fylgjast með framvindunni 😉
Elska hvernig útaukningin kemur og kaðallinn gerir ótrúlega mikið fyrir sjalið að mínu mati.
Gæti alveg hugsað mér að gera annað eintak af þessu við tækifæri 🙂