vá hvað ég er þreytt!!! Við sátum kannski eilítið of lengi fyrir minn skrítna haus að kjafta í gærkveldi…
Við stelpuskjáturnar mættum til Lilju og grilluðum þessar dýrindis máltíð, sem innihélt; Svínasteikur, Lambasteikur, bakaðarkartöflur, svakalega fínt (poka)salat og höfðum það alveg ógurlega huggulegt Eva var líka svo sniðug að koma með ferskan ananas… ekkert smá gott.. algert sælgæti!!! Ég ætlaði aldrei að geta hætt að tína í mig… fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina um matinn í gær *namminamm*
Reyndar voru það bara moi, Lilja, Eva & Svana Liljusys sem grilluðum því að Sirrý var í fjölsk.boði kom svo síðar um kvöldið til þess að hjálpa mér og Evu við að spilla litla bolluprinsinum.
Við erum soddan meistarar við vinkonurnar að það er alveg yndislegt… hvað okkur tekst alltaf að tala um allt og ekkert í lengri tíma… sátum að alveg frá 7:30 fram til rúmlega 1.
Ég held ég sé hérmeð krýnd lélegasti Rommýspilari ever
Held ég hafi komist 3x úr mínus í öllum spilunum. Reyndar var maður ekkert alltaf alveg með hugann við spilið þar sem sögurnar voru áhugaverðari *hóst*
Litli prinsinn er orðinn svo stór, hann er farinn að vera rosalega mannalegur og alger félagsvera. Hann vildi bara alls ekki fara að sofa, bara vera með okkur og babbla. Auðvitað var það miklu miklu skemmtilegra en að kúrast ofaní einhverri vöggu *piff* Ég tók einhverjar myndir sem ég sendi sennilegast inn í kvöld/morgun.
við ákváðum líka að fá að kíkja í sumarbústaðinn sem fjölsk Lilju á þegar ég er komin í sumarfrí, nánartiltekið akkúrat fyrsta daginn minn í sumarfríi Ég held að það verði bara gaman… góður félagsskapur, góður matur og auðvitað góðaskapið líka með
Takk fyrir kvöldið stelpur mínar