þetta verður sennilegast löng færsla…
Gærdagurinn fór í að flakka á milli verslana og fleira að leita að einhverju sem var varið í að kíkja inn í :o)
(lesist:
Við Iðunn vildum fara í búðarráp á ýmsa staði en margir hverjir voru lokaðir vegna 1 maí)
kvöldið var undirlagt af góðum mat og stelpumyndum *jeij*
Við Iðunn fáum sko alveg 10+ fyrir matseld :o) án gríns sko :o)
ég held ég sé enn södd eftir allt þetta…
btw Iðunn við klikkuðum á desertinum ;o)
Dagurinn í dag fór í algera leti!!!!
alveg 150%leti eftir að ég skutlaði kallinum í skólann í morgun skreið ég aftur upp í rúm og hófst handa við að glápa á alla diskana sem ég keypti mér í gær (FINDING NEMO (2diskar) & Monsters.INC) snilldar myndir :o)
Við kíktum á Fridays í mat áðan og það var nú bara gaman því að ég rakst á gamlan skólafélaga úr Verzló þar…
vá hvað sumt fólk getur breyst mikið (OK það eru ca 4 ár síðan ég sá hann síðast but still).
Hann er enn sami yndislegi Másinn og alltaf en með smá karaktersbreytingu… eða lífsstílsbreytingu ef segja má þannig lagað :o)
Ég ætlaði reyndar ekki að þekkja hann þegar ég sá hann fyrst þarna inni, fannst samt ég eiga að þekkja hann… var eiginlega komin á þá skoðun að þetta væri bróðir Mása..
en neinei, eftir smá tíma kemur hann röltandi yfir til okkar og við förum að spjalla smá… hann hló nú eiginlega bara að mér þegar ég sagði að mér þætti hann svo breyttur að ég ætlaði varla að þekkja hann…
(alls ekki breyttur til hins verra… hann bara var öðruvísi, leit mjög vel út ef e-ð er) hans svar var svo að lokum “ég er allt annar maður en ég var”…
stuttu síðar kemst ég að því hvað hann meinti með þessu… jújú hann kynnti mig fyrir manninum í lífi sínu *smábreyting*
æj lífið er yndislegt í öllum sínum fjölbreytileika… :o)
Það að hitta Mása rak mig í að gera nokkuð sem ég hef ætlað mér að gera í nokkrar vikur… það er að hafa samband við Liv Åse sem var einmitt með okkur í Verzló.
Það er svo gaman að tala við fólk sem maður hefur lítið samband við og segja allar “nýju” fréttirnar sem hafa verið í gangi undanfarið ár eða svo… :o)