Ég tók eftir því í haust að elsku besta lopapeysan mín var orðin annsi slitin… þannig að ég ákvað að fara að fletta í gegnum öll þessi prjónablöð & bækur sem til eru heima sem og auðvitað elsku Ravelry.
Úppúr stóð peysan Iðunn eða amk munstrið og líka sú staðreynd að hún er prjónuð frá hálsmáli og niður! (bara gaman!)
Þar sem gamla uppáhaldið var svört og rauð ákvað ég að breyta til og létta lita valið aðeins enda lendingin á tvílitri peysu 😉 held reyndar að þetta munstur kæmi líka flott út í litaskiptum lopa eins og Randalínunni í Handprjón.
Ég hófst semsagt handa í haust (skv Ravelry var það í september). En eins og oft vill verða þá datt hún svolítið á milli verkefna enda peysa á MIG en ekki einhvern af gemlingunum… reyndar urðu til nokkur stærri verkefni eins og t.d. sjöl [1] [2] og útprjónuð munsturpeysa [1] þarna í millitíðinni líka *hóst* og auðvitað bara gamla góða lífið að taka tíma fyrir sig.. en þetta hafðist allt saman á endanum 😉
Ég ákvað að skella í hana rennilás (og tók það sinn tíma að koma sér af stað að kaupa einn slíkann) og var orðin annsi pirruð á honum þegar ég loksins hafði mig í að tala við mömmu og óska eftir aðstoð frá henni við að setja hann almennilega í.
Gerði reyndar smá breytingar á henni, hún á að vera með útaukningu á bol en ég vildi hafa hana aðeins aðsniðna þannig að ég að sjálfsögðu sleppti þeim og tók úr í staðinn á nokkrum stöðum. og ermarnar eru aðeins lengri en gefið var upp enda er það svosem bara standard eiginlega hjá mér að lengja ermar.
En hún er LOKSINS tilbúin, tók mig bara 6 mánuði að klára og ganga frá flík á MIG! – algert rugl!
Uppskrift: Iðunn e. Röggu Eiríks
Garn: Léttlopi
prjónar: 4,5mm & 5mm
Ravelrylinkur