Eins ótrúlegt og það er þá brestur víst á eftir helgina að eiga 2 skólabörn en bara 1 leikskólabarn… það verður skrítið 🙂
Ása Júlía mætti með köku inn á kaffistofu kennaranna á Austurborg í dag til að þakka fyrir sig 🙂 útbjó köku af eldhússögur með smá twisti… þ.e. notaði ekki botnana í uppskriftinni heldur bara kremið + ganashið og lookið 😉 Bakaði hana síðast fyrir afmælið mitt í fyrra og fannst botnarnir heldur “miklir”, get samt ekki útskýrt það frekar 🙂
Við erum svo þakklát fyrir umhyggjuna, gleðina, yndislegheitin og bara almennt viðhorfið sem ungarnir okkar og við höfum fundið fyrir undanfarin ár.. hlökkum til að fá að upplifa hana aðeins lengur í gegnum Sigurborgu Ástu 🙂