í gær þegar ég kom heim úr vinnunni var aldeilis fjör á bænum, fullt hús af fólki og algert stuð!!
Engin önnur en hún Eir sæta og Guðmunda amma hennar voru í heimsókn hjá okkur :o)
Litla daman var ný vöknuð þegar ég kom og bara í hörku stuði, þannig að ég fékk fullt af Eirarknúsi og fullt af fallegum brosum :o)
Svo var haldið á fund við Liv Åse og Olgu Katrínu sætu mæðgurnar :o)
náðum að fylla upp í árs skammt af slúðri (við hittumst ALLTOF sjaldan Liv!) og það var bara yndislegt :o)
frekar fyndið að þegar við vorum búnar að vera þarna í tæpa 2 tíma haldiði ekki að hinn Yndislegi Mási gangi ekki inn og sé að hitta gæjann :o) við vorum einmitt nýlega búnar að vera að tala um þá félaga… bara húmor :o)
og yndislega lítill heimur :o)
Ekki nóg með það þá fór ég yfir til Lilju og “Hérastubbs” þegar kaffihúsaferðinni lauk og var þar til miðnættis… vá hvað ég var fljót að sofna þegar ég náði að leggja hausinn minn á koddann (enda búin að vera á ferðinni frá því kl 6:30 um morguninn).
Lillinn er barasta búinn að stækka heilan hellings helling og alltof langt síðan ég kíkti í heimsókn til þeirra mæðgina :o)
hann er orðinn voðalega sætur og alltaf að líkjast Lilju meira og meira (finnst mér allavegana).
Vá hvað það var gaman að hitta svona marga á svona stuttum tíma sem mér þykir vænt um :o)