Við drifum okkur í 3ju útilegu sumarsins núna um verzló, nei ekki Eyjar 😉 heldur var það Þjórsárdalurinn með heimsókn á Flúðir, Gullfoss, Geysi og í Haukadalsskóg.
Við komum okkur fyrir á flöt þar sem fyrir var 1 stk hjólhýsi og 2 tjöld en yfir helgina voru það eiginlega bara við og hjólhýsið sem entust allan tímann, það bættust við næturgestir og voru bara 1 nótt en við ákváðum að taka fyrst 2 nætur og sjá svo bara til hvort við myndum vera 3 eða ekki.. sem varð!
Krakkarnir elska að vera bara úti, sem er náttrúlega bara gaman þegar veðrið hellst þurrt og ekki of mikill vindur eins og var þarna.
Við spiluðum þónokkrar umferðir af Kubbi, Kroket, skelltum okkur í Yatzy, spörkuðum á milli og svo hinn klassíski eltingaleikur við Sigurborgu Ástu 😉
Við fórum í bíltúr á Flúðir á laugardeginum og svo annan á Gullfoss, Geysi og enduðum á smá piknikgöngutúr í Haukadalsskóginum.
Allt í allt alveg dásamleg helgi í Þjórsárdalnum.