Þegar dóttirin kemur hlaupandi til mín og biður mig um að prjóna á sig fallega peysu með “þessum” tölum sem eru ó svo dásamlega fallegar og alveg eins og “Dimmalimm” þá er erfitt að neita henni um að gera fína peysu handa henni 🙂
Eftir dágóða leit fann ég peysu sem nefnist Eivör á Ravelry og ákvað að það yrði peysan!
það var virkilega gaman að prjóna hana og “fake” kaðlarnir komu virkilega vel út 🙂
Ég viðurkenni það alveg að hún var ekki það eina sem var á prjónunum þannig að hún tók góðan tíma þrátt fyrir að vera skemmtileg og úr þessu yndislega Yaku garni úr Litlu Prjónabúðinni.
Ása Júlía var alsæl með fínu peysuna sína með Dimmalimm tölunum og er búin að nota hana heilmikið eftir að hún byrjaði í skólanum enda skólapeysa 😉