Ég tók þátt í nýju leyniprjóni í júní og júlí… Verð að viðurkenna að það var ekki nærri því eins skemmtilegt prjón eins og Romi Hill leyniprjónið .. en útkoman varð svona 🙂
Það voru svo miklar og ekkert endilega skemmtilegar endurtekningar í sjalinu að ég var við það að gefast upp og margar í Facebook hópnum sem ég er í sem voru að prjóna þetta sjal gerðu það einmitt, gáfust upp eftir vísbendingu 2 af 4 og röktu það upp… aðrar henntu því til hliðar og ákváðu að bíða og sjá. Ég kaus hinsvegar að taka þrjónskuna á þetta og klára, enda búin að eyða fullmiklum tíma að mínu mati í að gera vísbendingarnar 2 sem þá voru komnar… sú 3ja var skemmtilega leiðinleg miðað við hinar fyrri… eiginlega má segja að þær fóru batnandi eftir því sem þeim fjölgaði. Vissulega hafði ég í upphafi ákveðið að gera stærð L en eftir að hafa rétt náð að berjast yfir endurtekningarnar í stærð M ákvað ég að þar skildi ég láta staðar numið og prjónaði því bara stærð M. .. ég verð bara að finna mér eitthvað annað sjal til að gera “huges” 😉
Garnið sem ég valdi er Alpakka silkiblanda frá Sandnes og er alveg dásamlega mjúkt garn. Ég á eftir að vikta hvað fór af hverjum lit en mér fannst ég bara rétt taka af dokku 2 í 2 ljósari litunum – ég keypti bara 1 dokku af þeim dekksta og það er bara smá eftir af honum. Einnig á ég eftir að taka almennilegar myndir af sjalinu en þessar duga í póstinum hér 🙂
Nánari upplýsingar um garnið, prjónastærð og uppskriftina af Havra sjalinu mínu má finna hér