Við fjölskyldan fórum í Ossabæ (bústaður sem starfsmannafélagið sem tengdó er í á) um helgina. Oliver dró pabba sinn beint í að þrífa og fylla pottinn svo hann yrði nú alveg örugglega tilbúinn strax eftir kvöldmat sem gekk að sjálfsögðu eftir.
Systkinin voru ekkert lítið spennt yfir að komast í pottinn og nutu þess óspart að fara 2-3x á dag yfir helgina.
Við brölluðum ýmislegt, elduðum góðan mat, spiluðum, teiknuðum, bjuggum til skuttlur og fórum í göngutúra. Alltaf jafn notalegt að fara í þennan bústað og ég efast um að það hafi dottið úr ár hjá okkur Leifi frá því að við fórum að vera saman að við höfum ekki heimsótt Ossabæ.
Ég brunaði svo heim eldsnemma í morgun til að mæta í vinnuna á meðan Leifur og unganir njóta sveitasælunnar aðeins lengur.
1) sufflé frá Lækninum í Eldhúsinu með smá twisti frá okkur (og notaði bara sílíkon muffinsform)
2) það þarf að ydda svolítið þegar listaverkin eru í fjöldaframleiðslu.
3) Spilatími
4) Lambakjöt á diskinn minn – já takk!
Heitipotturinn var vel nýttur um helgina af okkur öllum
Við fórum í göngutúr eftir Kóngsveginum, klassískur göngutúr á meðan við erum í Ossabæ. Við stoppuðum þegar við komum að læk þar sem Ása Júlía fann nokkra hesta. Þeir urðu aldeilis forvitnir þegar þeir sáu okkur og komu til okkar. Einn þeirra kom aftan að Ásu og henni brá svo svakalega þegar hann ýtti með snoppunni í bakið á henni að hún öskraði upp yfir sig, svo hátt og skrækt að aumingja hesturinn flúði bara. Stuttu síðar kom hann þó aftur og nokkrir vinir hans með og endaði það með því að Ása Júlía flúði undan þeim á hlaupum og auðvitað tókst henni að stíga í mýri og festa stígvélið sitt þar… Sem betur fer voru þeir nú ekki að elta hana beint heldur var þetta bara tilviljun (og besta leiðin meðfram árbakkanum) og eltu þeir hana ekki út í mýrina.
Oliver fékk loksins að tálga alveg sjálfur eins og afi, en pabbi hafði gefið honum sinn eiginn útskurðarhníf og m.a. brennimerkt hann með nafninu hans og er Oliver því stoltur eigandi síns eigins tálghnífs. Hann fékk að taka hnífinn með í Ossabæ gegn því að hlýða mjög svo ströngum og mikilvægum reglum sem honum voru settar af okkur, afa hans og fleira fólki. Verður gaman að sjá hvernig þessi grein á eftir að enda 🙂 Oliver segir snjókarl en það mun koma í ljós.
Það síðasta sem ég gerði svo um helgina var að klára að fella af þessu sjali. Það er búið að vera í vinnslu síðan í byrjun júní og búið að detta í dvala og etv vera valdur af lægð sem ég hef verið í með handavinnuna mína *dæs* endalausar endurtekningar fara ekkert ógurlega vel í mig! en hananúh, hér er það í allri sinni dýrð 😉 og ég er bara ánægð með það. Þegar ég kem heim eftir vinnu mun það svo fara í bað og að lokum strekkingu 😀 mun verða enn fallegra eftir það.