í gær kom hingað til mín í vinnuna maður sem mér hefur alltaf þótt dáldið creepy og frekar óþægilegt að umgangast..
hann er svona á miðjum aldri, rétt um 50 árin eða svo… kallar allar konur “elskan mín” eða e-ð í þá áttina og þarf alltaf að snerta mann á einhvern hátt… samt aðallega í því að taka utan um axlirnar á manni ef maður er að labba framhjá honum eða e-ð þannig (ekkert kynferðislegt beint).
Ekki misskilja mig það er fullt af fólki sem talar sona EN það er einfaldlega ekki sama hvernig það er sagt eða hvernig týpa viðkomandi er.. well ekki í mínum augum allavegana!
Aníhú þessi tiltekni einstaklingur kom líka til okkar fyrir um það bil 2 mánuðum síðan og kom þá með komment á mig sem ég ákvað að láta líða hjá, fannst það óþægilegt en ákvað samt að senda það bara frá mér. Í gær kom hann með þetta aftur og well mér líkar það ekki að fólk sé að koma með einhver komment, sama hvort sem þau eru gerð í gríni eða ekki, á mig.
Mér þykir nefnilega ekkert fyndið þegar menn kommenta á brjóstin á mér! Hvað þá maður sem er nægilega gamall til að vera pabbi minn!!
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er ekkert smávaxin en þetta var og er bara með öllu óviðeigandi (sérstaklega á vinnustað eins og mínum).
Ég get tekið þetta sem kynferðislega áreitni skv því sem VR er með á heimasíðunni sinni
[::Öppdeit::]
jæja ég er loksins búin að ræða þetta út við yfirmanninn,
hann er alveg sammála mér um það að þetta sé með öllu óviðeigandi, sama hvort þetta var í gríni eða ekki… og ætlar því að tala við kauða.