Við fjölskyldan skelltum okkur í hjólatúr á sunnudagskvöldið… Oliver varð svo metnaðarfullur að úr varð að ég með Sigurborgu Ástu í stólnum og Oliver fórum eillítið lengri hring en upphaflega var planað (Ása Júlía var líka á nýja hjólinu og við treystum henni ekki alveg í svona ferð núna). Úr varð semsagt að við mæðginin fórum góðan hring um Elliðárdalin, meðfram ánni, niður í Hólmann og svo upp aftur meðfram bakkanum hinumegin og að lokum heim í K48. Úr varð rúmlega 11km hringur og barnið blés varla úr nös! Sigurborg Ásta skríkti af hamingju og það 2 er nóg til þess að ég varð bara sátt við þetta allt saman.
Oliver benti mér á nokkra staði sem hann hafði farið á með Útilífsskólanum undanfarnar 2 vikur og varð mjög glaður þegar hann fann drykkjarbrunninn fyrir neðan Árbæjarkirkju. Við brunuðum fram úr nokkrum frændum þessa Snigils en ég mátti til með að smella mynd af þessum!
Oliver varð svo ákafur eftir hjólatúrinn í gær að við ákváðum að taka annan í kvöld, hjálpar reyndar ekki heldur að gamall leikskólafélagi hans er búinn að vera að fara hingað og þangað um borgina í hjólaferð með mömmu sinni og hún hefur verið dugleg að hrósa honum með KM tölu dagsins… Oliver hefði hellst af öllu viljað fara 28km í dag þar sem vinurinn hafði farið 27km en það var eiginlega ekki alveg í boði! Úr varð samt lengri leið en í gær og fórum við tæplega 14,5km.
Jafnvægisæfingar ala Oliver og svo hreystismynd af okkur mæðginunum 😀
Ég náði að telja hann á að hvíla á morgun en með því loforði að hjóla með honum á miðvikudaginn alla leið til ömmu og afa á Framnesveginum… spurning hvað maður fer marga útúrdúra þar til að lengja leiðina fyrir barnið…