Við fórum með Oliver á Norðurálsmótið um helgina.
Skelltum okkur upp á Skaga á fimmtudagskvöldi, hentum upp tjaldi í tjaldbúðunum og kynntumst aðeins þeim foreldrum sem voru mættir.
Oliver átti svo að mæta í Fjölbrautaskólann á föstudagsmorgninum til að hitta liðsfélagana og koma sér fyrir þar sem hann gisti þar ásamt flestum af guttunum úr ÍR.
Þeir spiluðu 3 leiki á föstudeginum, 4 á laugardeginum og 2 á sunnudeginum. Þeim gekk mjög misjafnlega í þessum leikjum eins og eðlilegt er en bestu leikirnir þeirra voru spilaðir á sunnudeginum.
Dásamleg helgi og þvílíkur endir að hafa þetta góða veður síðasta daginn 🙂
Dóri leggur á ráðin fyrir leik með strákunum + Súkkulaðikaka sem ég bakaði fyrir drengina en þeir fengu svona glæsilegt kvöldkaffi á laugardeginum, skúffuköku og mjólk/kókómjólk.
Kolagrillin voru vel nýtt eftir mat í steikingu sykurpúða! þetta var heilmikil stemmning og örtröð við grillin 😉
Sigurborgu fannst ekki leiðinlegt að gista í tjaldi en var samt hálfgert tjaldskrímsl stundum eins og sést á myndinni 😉
Sigurborg Ásta var ekki lengi að tileinka sér taktana um helgina enda á fótboltamóti! fyrst var boltinn rakinn góðan spöl og svo var hann líka hið fínasta sæti þegar litlir fætur voru orðnir þreyttir 😉
Við kíktum líka í smá pallaheimsókn til Liv og Kela á Skaganum þar sem við grilluðumst endanlega í sólinni enda vorum við fagurrauð og þvílíkt dösuð þegar við loksins duttum inn úr dyrunum í Kambaselinu 🙂
Myndir frá pabba Ísars Tuma má finna hér