Það er orðin ákveðin hefð að Oliver keyri með Magga afa og Garðari frænda niður Laugaveginn í hádeginu á 17.júní – Þetta er hans skrúðganga 😉 Í ár fékk Ása Júlía loksins að koma með og var hún yfir sig spennt yfir þeim heiðri að vera loksins orðin nógu gömul til að fá að fara með (hún hefði að sjálfsögðu farið með fyrir ári ef við hefðum verið á landinu).
Sigurborg Ásta þarf að bíða aðeins lengur en fékk samt að máta aftursætið 😉
Við Leifur og Sigurborg Ásta lögðum við Tækniskólann og löbbuðum þaðan niður á Laugaveg þar sem við biðum eftir að hitta “skrúðgönguna”. Við hittum þau svo niðrí Lækjargötu þar sem Krúser hafði aðstöðu fyrir bílana sína. Við röltum svo aðeins um miðbæjinn áður en við héldum heim á ný.