Leifur átti afmæli í dag 😉
skelltum okkur í smá bíltúr og enduðum við Kleifarvatn þar sem við grilluðum okkur pylsur og skoðuðum steina í flæðarmálinu.
Leifur og þau eldri kíktu líka aðeins að hverunum í Krísuvíkinni en þar sem Sigurborg Ásta hafði sofnað þá vorum við mæðgur bara í bílnum á meðan.
Við fengum alveg dásamlegan dag í svona rúnt, smá kuldi en sólin brosti sínu blíðasta 🙂
Þegar við komum heim aftur ákváðum við mæðgurnar að skella í afmælisköku til að hafa í desert og skilyrðið frá Ásu var að hafa nóg af jarðaberjum þar á en afmælisbarnið er hrifið af marengs þannig að 1 stk Pavlova varð fyrir valinu, smá samkurl úr nokkrum uppskriftum t.d. er vanillurjómakremið frá henni Dröfn í Eldhússögum 😉