Gærkveldið var hreint ágætt…
Jónsi stóð sig alveg ágætlega þarna uppi á sviði þótt lagið hefði nú kannski mátt vera betra… hvernig væri á næsta ári að senda bara eitthvað rokkað og nýtt.. t.d. fá Botnleðju til að semja nýtt lag?
held að það sé alveg á hreinu að þessar ballöður eru ekki alveg að gera sitt…
Mér fannst Ruslana vera annsi nett þarna uppi á sviðinu, Grikkinn var bara sama ruslið og áður… ekta svona pretty boy *heheh* en ég var dáldið hrifin af breska laginu… ekkert stórkostlegt en sat dáldið í mér…
en það er bara svona… það hafa víst fáir sama smekk og ég… tja, allavegana ekki nógu margir því þá hefði Jónsi fengið rúm 100 stig og verið þónokkuð ofar, en er það ekki bara alltaf þannig með fulltrúa landsins, maður ætlast til þess að það verði ofar en raunin er ;o)