Ég virðist afskaplega áhrifagjörn þegar ég sé myndir af fallegum peysum á þessum prjónahópum á Facebook… *hóst*
síðast var það Haustboðinn og nú er það þessi litla sæta ungbarnapeysa af vef Femina.
Ég verð að viðurkenna að þetta var í fyrsta sinn sem ég fer eftir danskri uppskrift og var google Translate ágætis vinur minn á tímabili, sérstaklega í kringum samsetninguna en peysan er öll prjónuð í stykkjum og svo sameinuð fyrir berustykkið.
Ég valdi mér garn úr Handprjón sem heitir Merino Soft og gat þannig stuðst við uppskriftina fyrir 18 mánaða en útkoman varð peysa á ca 3mán 😉 Þegar ég kom inn í búðina og fór að skoða úrvalið var þessi litur fljótur að fanga augun mín og ég bara gat ekki sleppt honum!
Gaman að bæta því við að ég gaf Krúsu og Davíð Þór þessa peysu fyrir viku síðan og sendi Krúsa mér bæði myndina sem er hérna efst sem og mynd af DÞB í peysunni ásamt orðsendingunni um hrósin sem hún hefur fengið 🙂 Gaman að gefa svona gjafir sem slá í gegn 😀