Við mæðgur áttum notalegt síðdegi með Austurborg í sveitaferðinni. Í ár var farið að Hraðastöðum í Mosfellsdal.
Nóg af dýrum til að kynnast og fengu sum barnanna að gefa heimalingnum pela sem var greinilega heilmikið sport.
Ása Júlía var alveg heilluð af hestunum og vildi eiginlega bara vera þar að klappa þeim. Ég var hinsvegar afskaplega skotin í svörtum og rauðbrúnum kettlingi sem var ekki nema 7 vikna og algert kúrudýr.
Ég tók bara þessa mynd á símann minn og því er hún eina myndin sem er komin hingað inn… hinsvegar eru slatti af myndum í myndavélinni… sjáum til hvort ég setji þær eitthvað á netið.