Í haust birtist mynd af sætri lítilli skottu í ofsalega fallegri peysu á einni facebook grúbbunni um prjón og handavinnu. Sú sem sendi myndina inn hafði hannað peysuna sjálf og eftir þónokkrar beðnir á Facebook ákvað hún að ráðast í að skrifa hana upp og það í nokkrum stærðum 🙂
Ég kolféll fyrir þessari peysu og varð himinlifandi þegar ég sá að hún var búin að setja hana í sölu á Ravelry og var fljót að kaupa uppskriftina.
Hinsvegar vildi ég ekki prjóna hana úr léttlopa á Sigurborgu þar sem mér finnst lopinn ekki hennta alveg strax fyrir svona unga þannig að Lamauld varð fyrir valinu í staðinn.
Uppskriftin er gefin upp fyrir prjónastærð 4,5mm en ég fór upp í 5,5mm.
Eina breytingin sem ég gerði var að í stað þess að hafa hana hneppta alveg niður þá er ég bara með 3 tölur í berustykkinu.
Við mæðgur erum mjög ánægðar með peysuna og notum hana mikið 😀