Krakkarnir eru ofsalega áhugasamir um að hjálpa til, sérstaklega afa og ömmu.
Oliver er búinn að tala um það í næstum því allan vetur að hann ætli sko að hjálpa afa og ömmu að stinga upp kartöflugarðinn og hjálpa þeim að setja niður líka. Sem er alveg sjálfsagt mál.
Við skelltum okkur því í Birtingaholtið í dag og nýttum tímann á meðan Sigurborg Ásta svaf í vagninum og rumpuðum garðvinnunni að mestu af.. rétt áður en það byrjaði að rigna!
Við sumsé stungum upp allan kartöflugarðinn eða það sem pabbi var ekki búinn að gera og krakkarnir stóðu sig alveg rosalega vel 🙂 Oliver var alveg á við fullorðinn í afköstum. Þeim fannst hinsvegar ferlega fúlt að klára ekki að setja niður kartöflurnar líka… reddum því í vikunni eða í síðasta lagi um næstu helgi 🙂