Þær húfur sem ég er búin að prjóna hef ætlað á mig undanfarið hafa allar á einhvern óskiljanlegan máta endað í húfuskúffuni og orðið að eign eldri dótturinnar… ekki afþví að þær hafa verið of litlar eða neitt þannig, nei þær eru bara svo fallegar að hennar sögn að hún bara verður að eiga þær – skiptir engu máli þó ég hafi gert alveg eins bara í öðrum lit á hana… eða jafnvel í lit sem hún velur ó nei…
Ákvað að gera eina tilraun enn… sjáum hvað verður úr í þetta sinn…
Langaði svolítið í eins húfu og ég prjónaði í fyrrasumar á Oliver og Ásu Júlíu, svokallaða Doddahúfu eða Nichtcap.
Gerði þessa úr 2þráðum af Fjöru úr Handprjón á prjóna nr 4mm.
Það þarf mátulega lítið að hugsa á meðan þessi er prjónuð. Bara rétt að muna eftir að skipta um lit 🙂