Ég prjónaði þessa peysu fyrst á Ásu Júlíu fyrir nokkrum árum, finnst munstrið svo rosalega fallegt svona einfalt og fínlegt. Peysan sjálf er líka svo létt og þægileg.
Uppskriftin er reyndar ekki gefin upp nema upp í 5 ára minnir mig en ég notaði bara stærri prjóna en gefnir voru upp og lengdi bæði búk og ermar en það var meira en nóg til að fá létta og fallega peysu á Ásuskottið mitt.
Peysan er prjónuð úr einföldum plötulopa, nema stroffið gerði ég úr tvöföldum.
Ása Júlía er mjög svo sátt við nýju fínu peysuna og gat varla beðið eftir því að ég kláraði að merkja hana svo hún gæti farið í henni í leikskólann 🙂