Ég kláraði að prjóna sjalið í gærkvöldi og átti frekar erfitt með mig að skella því ekki beint í þvott og byrja að strekkja en það var reyndar ekkert vit í þeirri framkvæmd þannig að ég náði að draga það fram til dagsins í dag að þvo og strekkja sjalið.
Er stöðugt ánægðari með “skrítna” sporið úr vísbendingu 3, þar sem litaskiptin eiga sér stað.
Því miður þá hef ég ekki betri mynd en þetta til að setja hingað inn en það kemur vonandi fyrr en síðar 🙂
Eins og ég var búin að segja í upphafi þá blandaði ég saman 2 garntegundum í þetta sjal, sú ljósa heitir Yaku og fæst í Litlu prjónabúðinni en þessi karrýgula heitir Fjara og er úr Handprjón. Í þetta sjal fór ég með ca 11/2 hnotu af hvorri tegund og prjónaði á prjóna nr 4.
Þetta var svo gaman að ég eflaust eftir að taka þátt í öðru svona leynisamprjóni 🙂
Viðbót 27/5
Ég plataði Leif til að smella örfáum myndum af sjalinu um daginn og þær eru hér 🙂
í gær barst mér svo beiðni frá hönnuðinum þar sem hún óskaði eftir því að fá að nota mynd frá mér til að setja með uppskriftinni þegar hún væri skoðuð á Ravelry. Bara gaman að vera innanum myndir frá svona mörgum flottum prjónurum og það hjá svona frábærum hönnuði.