Við í vinnunni ákváðum að hrissta hópinn aðeins saman og skella okkur í vínsmökkun hjá Vínsmakkaranum.
Skemmtileg kvöldstund sem við áttum þarna þar sem við fengum kennslu í að smakka vín og auðvitað að smakka nokkrar tegundir af rauðvíni (Pinot Noir, Cabernet Sauvignon, Shiraz og Merlot) og í lokin kom ostaplatti með nokkrum velvöldum ostum sem hentuðu vel með rauðvíninu sem eftir var 🙂
Mér finnst reyndar hálf fyndið að fara aftur inn á þennan stað. Hef ekki komið þangað síðan ég var í kringum tvítugt og þá var það nokkuð oft. Annsi margir staðir hafa komið og farið þaðan en seint átti ég von á að þarna yrði einhverskonar vínmenning í gangi.