Á sumardaginn fyrsta heldur 7.fl ÍR árlegt mót til minningar um fyrrum leikmann ÍR og þjálfara yngriflokkanna. Ungur strákur sem hné niður á æfingu á ÍR vellinum og lést aðeins 18 ára gamall.
Foreldrar strákana í 7.fl. sjá um að redda veitingum, stilla upp völlum, myndatöku – og og og allan pakkann 😉 Ég tók að mér í ár að baka skinkuhorn fyrir veitingasöluna og það 4falda! á myndinni hér til hliðar sést 2föld í hefingu .. ehem deigið náði rétt svo í miðja skálina þegar ég setti hana til hliðar í fyrri hefinguna *hahaha* oh well bara betra að það hafi hefast svona vel. Ég var að langt fram á kvöld að hnoða, fletja út, skera, smyrja og rúlla en afraksturinn lét ekki á sér standa og við Leifur áttum frekar erfitt með að láta þau í friði… þannig að nokkur sem unnu ljótleikakeppnina fengu ekki þann heiður að vera ÍRingar 😉
Það er eitthvað við nýbökuð skinkuhorn sem lætur mann verða hrikalega svangan… ég sé fram á að þurfa að baka meira um helgina bara til þess að bæta okkur það að fá svotil ekkert af þessum 😛
Uppskriftina datt ég niður á fyrir nokkrum árum og hún er mjög þægileg, fyrir utan 2falda hefun *dæs* óþolinmóða ég! Það virkaði reyndar fínt í gær… gerði deigið í skömmtum og því báðar hefanirnar búnar á hluta af því þegar ég var búin að koma gríslingunum í draumalandið og ég gat því bara farið beint í að fletja út, skera, smyrja og rúlla þeim upp!