þegar ég kom heim í gær beið mín póstur… nei ekki reikningar heldur PÓSTUR það er nú ekki beint algengt 🙂
Heil 2 bréf biðu mín… annað var reyndar þrælmerkt plúsferðum og það var bara einfalt.. kvittanir fyrir greiðslu ósköp saklaust 🙂 en hitt var bréf frá Andrew frænda, hann er að útskrifast úr “highschool” og var að senda mér boðskort í útskriftina sína.. jújú ég gæti svosem alveg skroppið þangað og verið viðstödd enda verður þetta á Laugardaginn :o) Held reyndar að það væri rosalega gaman en jafnframt rosalega dýrt!!
Ég fékk líka útskriftarmynd af honum svaka flott… Vá hvað drengurinn hefur breyst mikið síðustu 5 ár… hættur að vera þessi chubby little kid og orðinn bara helv myndarlegur ungur maður þótt ég segji sjálf frá 🙂
Ég fékk alveg eins mynd af Ashley systur hans í fyrra og boðskort líka, ekkert smá gaman að eiga mynd af þeim báðum frændsystkinum mínum og í svona “venjulegri” myndastærð og því ætti að vera lítið mál fyrir mig að redda mér römmum utan um þá án þess að þurfa að láta sérhanna eða innramma sérstaklega fyrir mig. Þetta eru nefnilega ekki svona ekta útskriftar myndir, heldur eru þau bara “venjuleg” á þeim… ekki í þessum skykkjum og með þessa furðuhatta á hausnum… reyndar fylgdu þannig myndir boðskortunum en þær eru í svokallaðri “wallet size” sem er ca eins og rúmlega 2 passamyndir hlið við hlið.
Mér þykir alveg ofsalega vænt um hve dugleg frændsystkini mín eru dugleg við að senda mér myndir… Krista sendir mér reglulega myndir af Taylor, Ásta er dugleg við að senda mér myndir af Logan & Madison (yngstu langömmubörnunum) og svo Kalli & Veronica af Ash og Andy 🙂
Mér þykir svo vænt um þetta að það er yndislegt!!!!