ég er aðeins að leika mér að skoða hvað það myndi kosta mig (Kalla frænda) að fara út (hann að bjóða mér) til að vera viðstödd útskriftina hans “litla” frænda :o) ég get víst ekki kallað hann lítinn lengur gaurinn er orðinn þónokkuð hærri en ég.
Allavegana skv vef Flugleiða þá get ég fengið miða til Baltimore þann 27 maí og til baka þann 2. júní á 78510 kr með flugv.sköttum og skv vef Southwest þá get ég fengið miða innanlands í USA á $291 sem er e-ð um 22þúsund krónur…
þannig að þessi örferð til ameríkunnar myndi bara kosta mig(Kalla frænda) 100.510 krónur!! eða svo að hann myndi átta sig rétt tæpa $1400 dollara… það er ekki neitt á milli vina/frændsystkina er það nokkuð ??!