Ég ákvað að taka þátt í leyniprjóni á vegum hönnuðar sem heitir Rosmary Hill en kallar sig Romi. Hún hefur verið með nokkur svona leyniprjón áður og í fyrra tóku nokkrar sem ég þekki þátt og útkoman var mjög fallegt sjal. Þegar ég sá að ein af mínum uppáhaldshandavinnuskvísum setti þetta í uppáhalds á Ravelry var eiginlega ekki aftur snúið og ég ákvað að skella mér í að taka þátt líka. Átti reyndar pínu erfitt með að velja garn og liti… keypti fyrst þetta hvíta sem er á myndinni asamt fallega rauðum lit í Litlu Prjónabúðinni, garn sem heitir Yaku og mig hefur lengi langað a prufa. Svo kíkti ég í Handprjón í Hafnarfirðinum í Dymbilvikunni eftir garni í sumarhúfu á Sigurborgu og þar datt ég niður á þetta karrýgulbrúna garn sem heitir Fjara og er spunnið sérstaklega fyrir Handprjón og ég eiginlega gat ekki sleppt því!
Húfan verður þá bara að bíða aðeins því að ég ákvað á endanum að kaupa annan lit með þessu karrýgula og nota þá saman í húfuna þegar þetta leyniprjón er búið upp á að vita hvað ég á mikið eftir hvor liturinn verður “aðal” í húfunni.
Fyrsta vísbendingin kom inn núna seinnipartinn í dag og planið er að skella sér í að prjóna hana í kvöld