Ég hef verið að velta einmitt þessari spurningu fyrir mér undanfarið…
Það er svo margt sem ég er ekkert að senda hingað inn þótt ég vilji meina að ég setji nokkurnvegin það sem kemur upp í kollinn á mér hverju sinni. Það er bara svo margt sem á ekki heima hér eða á netinu almennt.
Á meðal þess sem ég “ritskoða” eru skoðanir mínar á vissum málum sem tengjast mér bæði beint & óbeint.
Ástæður þess að ég er farin að ritskoða mig meira en ég gerði er vegna þess að það eru svo margir sem ég þekki sem eru farnir að lesa þessa blessuðu síðu mína og þar af leiðandi er margt sem ég einfaldlega get ekki sett hérna inn. Málið er ekki að löngunin sé ekki til staðar um að blogga um þessi atriði…
Ég hef líka ákveðið að setja ekki nein mál hérna fram sem eru á þeirri braut að ég sé að úthúða einhverjum enda finnst mér þessháttar skrif bara fáránleg! Sérstaklega þegar fólk er að gera þannig undir nafni… Ég hefði getað gert hellings helling af svona baktjaldatali ef ég vildi en ég kaus & kýs enn að halda þannig málum alfarið héðan.
En ég er með nokkrar ástæður fyrir því hversvegna ég blogga…
Vegna þess að…
… mér þykir gott að fá útrás vegna málefna sem eru mér ofarlega í huga
… það er gaman að skrá niður vangaveltur dagsins í dag og fá álit annarra á þeim
… ég þarf að losa um reiði
… ég þarf að losa um gleði
… ég þarf að losa um mont
… ég þarf að segja frá leyndarmáli :o)
… mig langar að setja fram gagnrýni
… mig langar til þess :o)
svo er líka rosalega gaman að lesa þetta eftir einhverja mánuði og hlægja yfir því hvaða rugl var í gangi í hausnum á manni 😉
nú eða bara átta sig á því hve lítið/mikið hefur breyst á stuttum tíma.