Ég er rosalega hrifin af því að nýta afganga… alveg elska að nýta þá! þ.e. svo framarlega sem það gengur upp og garnið er ekki “leiðinlegt” *hohoho*
Allavegna þá er Sigurborg Ásta að komast á það stig að ég kemst alls ekki upp með það lengur að hafa hana í þumlalausum vettlingum (nema í vagninum). Nóg er til af þeim en þar sem Oliver og Ása Júlía eiga í augnablikinu nóg af nýjum vettlingum þá fannst mér sjálfsagt að prjóna nýja þumalvettlinga á Sigurborgu :-p Ég notaði sama garn og er í “lopa” gallanum hennar. Það fór svo rosalega lítið af þessum græna í gallann að það var næstum því heil dokka eftir og ég átti tæplega heila eftir af fjólubláa líka sem var aðalliturinn.
Ég studdist við 2 uppskriftir þegar ég prjónaði þessa, aðra upp á lengd og lykkjufjölda, hina fyrir munstrið og úrtökuna. Ég hef notað þá seinni áður en í þeirri uppskrift eru 8 mismunandi munstur og þá notaði ég fiðrildamunstur, nú ugluna.