Ég hef lúmskt gaman af því að gera svona litlar fígúrur sem alla jafna kallast Amigurumi. Þegar ég sá þessar yndislega krúttlegu kanínur á Ravelryflakkinu mínu þá stóðst ég ekki að útbúa par fyrir mig. Hvita garnið er afgangsgarn frá því að ég, Eva vinkona og mamma hekluðum utanum krukkur fyrir brúðkaup okkar Leifs, það gula og bláa er bómullargarn frá Söstrene grene sem var til hérna, held að þetta bláa sé afgangur frá því að ég bjó til gíraffann hennar Sigurborgar.
Ég pantaði síðasta sumar nokkrar stærðir af “öryggis augum” til að eiga og er þetta minnsta stærðin sem ég á eða 6mm.