Undanfarna viku hefur Oliver ásamt skólasystkinum sínum í 1,2 og 3.bekk verið í þemaviku þar sem unnið var með sögurnar hennar Astrid Lindgren og á morgun verður uppskeruhátíð þar sem krakkarnir eiga allir að koma með eitthvað smá á hlaðborð. Oliver var alveg á því að það yrði að vera sænskt! jahá… google hjálpaði okkur að finna þessa dásamlegu köku sem nefnist Silvíukaka og skv upplýsingunum sem fylgdu með uppskriftinni afskaplega sænsk kaka.
Ó hvað hún var yndislega einföld í bakstri og dásamlega bragðgóð 🙂