Eitthvað verður maður að gera við allan þennan lopa sem er til… datt niður á þessa uppskrift fyrir nokkru síðan og er búin að vera lengi á leiðinni að prjóna þessa vettlinga. Auðveldir og mjög sniðug hugmynd en ég veit ekki hvort ég eigi eftir að gera fleiri… etv með minni útfærslu? það er eitthvað sem truflar mig við þá, sjáum til hvað verður úr.
Tilbúnir í þæfingu. Búin að prjóna sjálfan vettlinginn og bæta við auka stroffi inní með Smart garni í svipuðum lit. Svona óþæfðir eru þetta vettlingar á Risa, klikkaði algerlega á að setja þarna með eldspítustokk eða eitthvað til samanburðar 😉 eitthvað er myndin samt skrítin þarna þar sem þetta er alls ekki réttur litur á plötulopanum þarna, í raun er hann mun ljósari eins og sést á næstu mynd.
Það að hafa aukastroff finnst mér alveg stórkostleg hugmynd. Finnst einmitt hlýlegra að hafa stroffin löng þannig að þau geti farið vel undir ermarnar á úlpunni/jakkanum þannig að ekki sé bert á milli þar.