ég er alveg búin að sjá það að það er enginn tilgangur með því að vera á vinnumarkaðnum… maður getur nefnilega haft það alveg HELV fínt á því að vera á bótum alveg búin að sjá það…
Ég veit um nokkur tilfelli þar sem konur eru á greiðslum frá féló (reyndar koma í öllum tilfellum meðlög með 1 barni inn í upphæðirnar) sem eru að fá álíka mikið í sinn vasa og ég er að fá fyrir mína vinnu hérna… ég veit að ég er ekkert með nein gífurleg laun en ég er samt á ágætis launum hérna miðað við vinnutíma og svo frv.
Ég veit um eina sem er með um 180þ á mánuði… hún er metin 75%+ öryrki og er með 1 barn á framfæri, sú dama er að kaupa sér fasteign og keyrir um á tja kannski 2 ára gömlum bíl. ekki amalegt fyrir öryrkja.
Mér þykir þetta einmitt alveg rosalega skrítið þar sem maður er alltaf að heyra að örorkubætur séu svo hrikalega lágar að það jaðri við fátækramörkin…
óboj er ég semsagt á fátækramörkunum??? *hissa*
tja samkvæmt því sem ég var að komast að virðist það allavegana vera svo.