Loksins var ekki leiðindarveður, færðin ekkert til að hrópa húrra yfir en hvað með það! maður gat farið út að leika eða labba og það birti til í hjartanu og alles! Ég og Sigurborg Ásta löbbuðum amk úr í Krónu og nutum þess að fara út. Hún að vísu í þeim tilgangi að leggja sig í vagninum en það breytti engu.
Oliver, Ása Júlía, Sölvi og Hrafn Ingi fóru líka öll út að leika og eyddu löngum tíma í að búa til snjóhús úr snjókögglum sem var alveg rosalega flott og stórt. Eftir snjóhúsagerðina skelltu systkinin og Hrafn Ingi sér svo á sleða í skíðabrekkuna alveg þar til líkaminn sagði stopp, þau voru þá orðin algerlega orkulaus 🙂 þá var nú ekki leiðinlegt að koma heim í vöfflur og heitt kakó!