Ég sá þetta vesti fyrir löngu á Pickles. Féll strax fyrir því og var alltaf á leiðinni að prjóna eitt á Ásu Júlíu en svo leið tíminn og aldrei prjónaði ég það… það er gefið upp frítt [1] [2] í 2 stærðum (fyrir 2 mismunandi grófleika á garni) og í þokkabót bara upp í stærð 3 ára í “fínna” garninu en sem betur fer upp í st 6 ára úr því grófara.
Um áramótin ákvað ég að reyna mitt best að prjóna eða hekla sem mest úr því garni sem ég ætti til og nýta upp eitthvað af þessum afgöngum sem leynast á hinum ýmsu stöðum í húsinu. Þannig að úr varð að ég gerði “Posh” útgáfuna til að fá minni stærð 😉 úr Geilsk Bómullar og ullarblöndu sem ég átti til.
Það fór akkúrat 1 dokka af hvítum og svo smotterí af litunum í vestið.
Þetta garn er ekki alveg það heppilegasta í þetta vesti þar sem það er full viðkvæmt í “munstrið”. En það er mjög skemmtilegt að prjóna það 😉
Ég er mikið að spá í að gera annað á Ásu Júlíu og jafnvel annað á Sigurborgu Ástu líka.