Upp er runninn öskudagur og mikil spenna hér á bæ… Oliver var hæst ánægður með að fara sem “Steve” úr leiknum Minecraft sem er spilaður af miklum áhuga hér á bæ. Leifur föndraði hausinn úr pappakassa & svo fundum við pdf skjöl á netinu með “hausnum” og límdum svo á. Maggi afi sagaði hakann út úr krossviðarplötu við mikla gleði dóttursonarins. Leifur og Oliver föndruðu hann svo saman. Ása Júlía tilkynnti okkur fyrir löngu að hún ætlaði sko að vera í Garðabrúðukjólnum sínum með Garðabrúðu kórónuna og Garðabrúðuhárið líka! (Takk Linda frænka!)
Okkur þótti hálf asnalegt að sleppa Sigurborgu Ástu þannig að við grófum upp fyrsta “búninginn” hans Olivers sem var mjög einfaldur… brúnar sokkabuxur sem búið var að kippa “sokkinn” af og festa á loðið skott. Henni hefði samt ekki getað verið meira sama um þetta tilstand á foreldrunum 😉
Seinni partinn skelltu þau eldri sér svo í göngutúr um hverfið ásamt Sölva og Birnu ofl krökkum og voru að “sníkja” í húsunum í kring… ekkert smá sátt með sig þegar þau komu heim eftir góðan göngutúr í ringingunni 😉